Go Zen
Tónlist, menning og viðburðir
Velkomin á Go Zen,
þar sem tónlist og menning er okkur efst á huga. Markmið okkar er að kynna og fræða áhugasama um austurlenska tónlist og menningu. Áhersla okkar er á Guzheng sem er ævafornt kínverskt hljóðfæri með einstakan og fallegan hljóm. Einnig verður boðið upp á tónlistarnám fyrir þá sem hafa áhuga.

Go Zen
Zen er mikilvægur skóli úr austur asískum búddisma og er þekktur í flestum löndum í austurasíu undir öðrum nöfnum. Orðið Zen kemur úr Sanskrit og merkir hugleiðsla, friðsæld og kyrrð. Helsti lærdómur Zen er að allir geti orðið upplýstir en það krefst ástundunar og leiðbeiningar lærimeistara. Á síðari tímum hefur hugtakið Zen verið notað sem hugtak í fagurfræði líkt og í japanskri te athöfn, olíu málun, garðyrkju sem lýsir listrænum og andlegum lífsþrótt í þeim verkum sem fólk tekur sér til hendur. Í kínverskri læknisfræði á fornöld voru hvorki notaðar nálastungur né hefðbundnar lækningar heldur tónlist. Fyrir meira en 2000 árum síðan var sett fram kenning um 5 tóna sjúkdóma lækningar þar sem hver tónn átti að hafa jákvæð áhrif á kvilla sjúklinga. Tónlist var ekki ætluð eingöngu til skemmtunar heldur var einnig mikilvæg til að róa hugan, næra andan og líkama.
Go Zen er því skemmtilegur orðaleikur með hljóðfærið Guzheng og þá ánægju sem hægt sé að öðlast með því að stunda og hlusta á fallega tóna þessa einstaka hljóðfæris.

Þjónustu úrval Go Zen



Guzheng
Hljóðfæri
Go Zen hefur í samstarfi við samstarfsfélaga í Kína flutt inn mismunandi Guzheng hljóðfæri sem áhugasamir geta keypt til að spila sér og öðrum til ánægju. Þetta eru sérstaklega vönduð hljóðfæri með hlýjan og fallegan hljóm. Þeim sem hafa áhuga er boðið að koma og skoða hljóðfærin og prófa.
Hljóðfæra nám
Guzheng fyrir alla
Mismunandi námskeið verða haldin á vegum Go Zen þar sem allir eru velkomnir til að læra að spila á Guzheng. Hér gefst byrjendum tækifæri að koma og kynnast hljóðfærinu og spreyta sig á þessu ævaforna hljóðfæri. Einnig verða boðið upp á námskeið fyrir þá sem hafa einhverja eða meiri reynslu í að spila Guzheng. Boðið verður bæði upp á hópkennslu og einkatíma fyrir þá sem það kjósa fremur.
Tónleikar, sýningar og viðburðir
Tónlistar upplifun
Fyrir þá sem eru áhugasamir um tónlist flutta með Guzheng gefst hér með tækifæri til að hafa samband og panta flutning með Guzheng fyrir flesta skemmtilega viðburði sem eiga sér stað á heimilum, vinnustöðum og öðrum viðburðum
Fyrir meiri upplýsingar um Go Zen, hafið samband.


