top of page

Go Zen
 

Zen er mikilvægur skóli úr austur asískum búddisma og er þekktur í flestum löndum í austurasíu undir öðrum nöfnum.  Orðið Zen kemur úr Sanskrit og merkir hugleiðsla, friðsæld og kyrrð. Helsti lærdómur Zen er að allir geti orðið upplýstir en það krefst ástundunar og leiðbeiningar lærimeistara. Á síðari tímum hefur hugtakið Zen verið notað sem hugtak í fagurfræði líkt og í japanskri te athöfn, olíu málun, garðyrkju sem lýsir listrænum og andlegum lífsþrótt í þeim verkum sem fólk tekur sér til hendur. Í kínverskri læknisfræði á fornöld voru hvorki notaðar nálastungur né hefðbundnar lækningar heldur tónlist. Fyrir meira en 2000 árum síðan var sett fram kenning um 5 tóna sjúkdóma lækningar þar sem hver tónn átti að hafa jákvæð áhrif á kvilla sjúklinga. Tónlist var ekki ætluð eingöngu til skemmtunar heldur var einnig mikilvæg til að róa hugan, næra andan og líkama.​

Go Zen er því skemmtilegur orðaleikur með hljóðfærið Guzheng og þá ánægju sem hægt sé að öðlast með því að stunda og hlusta á fallega tóna þessa einstaka hljóðfæris.

ÉãÍ¼Íø_400463522_banner_ÊËÅ®µ¯¹ÅóÝ£¨·ÇÆóÒµÉÌÓã©.jpg
bottom of page